VERIÐ VELKOMIN!

Hugguleg smáhýsi eða hostel

Við bjóðum uppá tvennskonar gistingu.

Smáhýsin okkar eru staðsett í Kirkjuhvammi, gullfallegur hvammur fyrir ofan Hvammstanga. Nógu afskekkt til að upplifa ró og næði en líka mjög nálægt allri þjónustu. Á veturna eru líkurnar á því að njóta stjörnubjartra kvölda og upplifa dans norðurljósanna mjög góðar og á sumrin má njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best.

Ef þú ert opin/n fyrir því að kynnast fólki á ferðalaginu, þá gæti hostelið okkar verið eitthvað fyrir þig. Það er hinn fullkomni stoppistaður. Útsýni til sjávar og útá vestfirði. Öll þjónusta nálægt.

ERTU MEIRA FYRIR AÐ VERA ÚTAF FYRIR ÞIG EÐA VILTU KYNNAST ÖÐRUM?

smáhýsi eða hostel?

ÁHUGAVERT Í HÚNAÞINGI VESTRA

Afþreying & Upplifanir

Selir: Gullfallegar skepnur

Á fleiri stöðum í Húnaþingi vestra getur þú séð seli leika sér við ströndina.

Útsýnisferðir

Héðan eru farnar ýmsar útsýnisferðir með leiðbeinanda. Sem dæmi útað Hvítserk á Vatnsnesi!

Stærsta ullarverksmiðja á Íslandi

100% íslensk ull, íslensk framleiðsla, kíktu við í Kidka á ferðinni um Hvammstanga

SÖGUR

ánægðir viðskiptavinir

„Þetta var hinn fullkomni áningarstaður á ferð okkar kringum Ísland. Kofinn er einfaldur og sætur, en þarna gátum við eldað okkur auðvelda máltíð. Við vorum heppin og sáum norðurljósin!“

Ánægður gestur

„Frábær lítið hús! Innritunarferlið var mjög auðvelt og húsið hreint. Við gistum þarna á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur, fullkominn staður á miðri leið. Það er lítið eldhús þarna með ísskáp, þannig það er auðvelt að geyma þar mat og elda sér. Mælum klárlega með þessu ef þú ert að ferðast um norðanvert Ísland.“

Ánægður gestur