Almennir skilmálar
Hvert smáhýsi er fyrir mest 4 fullorðna. Börn undir 12 ára geta verið, gjaldfrjálst, ef þau geta notað rúmin og sængurbúnað sem er fyrir í húsinu. Það er hægt að leigja sæng og kodda ef beðið er um það. Sendið beiðni á info@stayinhvammstangi.is. Vinsamlega athugið að hluti sænganna er geymdur í svefnsófanum. Við getum lánað barnaferðarúm fyrir 2 ára börn og yngri. Það er ekki pláss fyrir auka rúm né dýnu í húsunum.
Þegar bókun hefur verið gerð færðu staðfestingartölvupóst á uppgefið netfang. Vinsamlega skoðaðu ruslpósthólfið þitt ef það lítur út fyrir að staðfestingarpósturinn hafi ekki borist. Ef ekkert kom þá má endilega hafa samband á info@stayinhvammstangi.is
Afbókunarskilmálar
Engin gjöld verða tekin ef afbókað er innan við 24 tíma frá bókun.
Hægt er að afbóka án gjalda allt að 7 dögum fyrir komudag. Vinsamlega sendið afbókunarbeiðni á info@stayinhvammstangi.is. Greiðslukortið sem þú skráðir við bókun verður skuldfært fyrir heildarupphæð dvalar, 7 dögum fyrir komudag. Þegar greiðsla er staðfest færðu annan tölvupóst með öllum nauðsynlegum upplýsingum um dvölina og hvernig þú innritar þig.
Engin endurgreiðsla er í boði á afbókunum gerðum innan við 7 daga fyrir komudag.
Innritun / útritun
Þú getur innritað þig eftir kl. 14:00 á komudegi. Það er ekki móttaka á svæðinu heldur notumst við við lyklabox sem eru staðsett við hliðina á hurðinni að hverju húsi.
Útritun þarf að gerast fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi. Vinsamlega skiljið lykilinn eftir í lyklaboxinu eða á borðinu inni.
Útritun eftir kl. 12:00 varðar sektum.
Húsreglur
- Leigjandi ber ábyrgð á húsinu og öllum búnaði þess á leigutíma og skuldbindur sig til þess að bæta tjón af hans völdum eða þeirra sem á hans vegum dveljast í húsinu á leigutímanum. Látið okkur vita sem fyrst ef eitthvað kemur uppá á netfangið info@stayinhvammstangi.is
- Reykingar (og vape/rafrettur) eru bannaðar inní húsinu.
- Hávaði og ónæði er bannað milli 23:00 og 08:00.
- Þú mátt keyra upp að húsinu til þess að afferma bílinn. Þú mátt ekki leggja við húsið eða á grasinu. Endilega notaðu bílastæðið.
- Þú getur komið hvenær sem er eftir kl. 14:00 á komu degi og verður að skila af þér húsinu fyrir kl. 12:00 á brottfarardegi. Sé húsinu skilað eftir kl. 12:00 má búast við innheimtu sektar uppá 25.000kr.
- Vinsamlega þvoið allt notað leirtau og hnífapör og farið með allt rusl út. Það er tunna á bílastæðinu.
- Vinsamlega skiljið lykilinn eftir í lyklaboxinu.
- Njótið dvalarinnar og slakið á eins og kostur er!