VINALEGT

Hostel

Hostelið okkar er búið 30 herbergjum með uppábúnum rúmum. Annarsvegar er hostelið hinn fullkomni stoppistaður, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyri og hinsvegar er hostelið fullkomin staðsetning og aðstaða fyrir hópa sem vilja getað eldað sér sjálf og borðað saman í sameiginlegu rými. Dæmi um hópa sem hafa verið hjá okkur eru gönguhópar, hjólreiðahópar, kórar, kvikmyndaupptökuhópar og ættarmót.

Hvammstangi hostel er opið fyrir bókanir fyrir einstaklinga frá 1. maí – 31. júlí 2022 og fyrir hópa frá 1. apríl  – 31. júlí 2022.

Hópar hafi samband í síma 860 7700 eða á netfangið info@stayinhvammstangi.is

Bóka

Hostelið

Hvammstangi hostel er endurhannað gámahús með 30 tveggjamanna herbergjum, sameiginlegum baðherbergjum, sturtum, eldhúsi og setustofu.

Öll herbergi eru búin kojum (efri og neðri) með þægilegum dýnum. Rúm eru uppábúin og handklæði fylgja. Hvert herbergi fyrir mest tvær manneskjur. Verð eru fyrir herbergi en ekki á mann.

Í eldhúsinu, sem er í sameiginlega rýminu, finnur þú allt sem þarf til þess að elda einfalda máltíð. Það er ísskápur, eldavél, örbygljuofn, brauðrist, kaffivél, ketill, pottar, pönnur og öll nauðsynleg áhöld og hnífapör. Kaffi og kaffipokar sem og te er í boði hússins.

Baðherbergi og sturtur eru sameiginleg, sturtusápa er innifalin.

Þvottavél og þurrkari er á staðnum sem gestir hússins geta notað sér að endurgjaldslausu, þvottaefni er á staðnum.

We offer free wi-fi and there is a TV in the shared lounge with access to Netflix (for guests to use their own Netflix account), couple of  TV-channels and internet.

Á hostelinu er aðgangur að nettengingu og sjónvarp er í setustofunni með aðgangi að Netflix (gestir nota sinn eigin aðgang), sjónvarpsstöðvum og internetinu.

Upplýsingar

Gestum okkar er heimilt að nota allt sem er inná hostelinu.

Þjónusta eins og matvöruverslun, veitingastaðir, bensínstöð, sundlaug, apótek, hraðbanki, pósthús, heilsugæsla, bókasafn, gallerý, söfn og annað praktískt er allt aðgengilegt á Hvammstanga.

Á Hvammstanga er einnig að finna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, hún er til húsa í Selasetri Íslands, niðri við höfnina á Hvammstanga.

Innritun/útritun and communication

Það er engin móttaka á hostelinu. Þú færð allar upplýsingar sem þú þarft til þess að innrita þig nokkrum dögum fyrir komu. Starfsmaður er alltaf nálægt þó og alltaf hægt að vera í sambandi ef eitthvað er á netfanginu info@stayinhvammstangi.is og í síma/sms 860 7700.

Hvenær verður þú á ferðinni?

athuga lausar dagsetningar
BÓKA

ALLT SEM ÞARF ÞEGAR..

..þú gistir á hosteli

 • Sameiginlegt eldhús

 • Stórt eldhúsborð

 • Eldavél

 • Örbyljuofn

 • Ísskápur

 • Setustofa

 • Sjónvarp

 • Frí nettenging

 • Reyklaust

 • Þvottavél og þurrkari

 • Spil og púsl

 • Uppábúin rúm

 • Handklæði fylgja

 • Sameiginleg baðherbergi m. sturtu