HUGGULEG

smáhýsi

Smáhýsin okkar eru staðsett í Kirkjuhvammi, gullfallegur hvammur fyrir ofan Hvammstanga. Nógu afskekkt til að upplifa ró og næði en líka mjög nálægt allri þjónustu. Á veturna eru líkurnar á því að njóta stjörnubjartra kvölda og upplifa dans norðurljósanna mjög góðar og á sumrin má njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best.

Húsin okkar eru opin fyrir bókun allt árið.

Bóka dvöl!

Húsin

Í hverju smáhýsi er eldunaraðstaða með öllu nauðsynlegu til einfaldrar matseldar. Ísskápur, helluborð með tveimur hellum, örbylgjuofn, kaffivél, brauðrist og ketill ásamt pottum, pönnum og nauðsynlegu leirtaui.

Rúm eru uppábúin og það fylgja handklæði. Það er svefnpláss fyrir 4 í hverju húsi. Svefnplássin samanstanda af koju, þar sem neðra rúmið er ein og hálf stærð, efra rúmið fyrir einn og svo svefnsófi sem hægt er að stækka í tvíbreitt rúm.

Sturta og klósett er inní hverju húsi, hand- og sturtusápa fylgir.

Börn eru velkomin! Krakkar undir 12 ára geta verið frítt ef þau geta notað rúmin sem eru fyrir í húsinu. Auka sængurföt og sæng er hægt að leigja gegn sanngjörnu gjaldi. Hægt er að fá ferða-ungbarnarúm lánað endurgjaldslaust. Það er einfaldur leikvöllur á svæðinu sem krakkar eru almennt hrifin af.

Í húsunum er nettenging í boði.

Upplýsingar fyrir gesti

Þú mátt nota allt inní húsinu. Gestir okkar hafa einnig leyfi til þess að nota stóra útigrillið á tjaldsvæðinu sem er mjög nálægt, nokkur skref.

Aðra þjónustu, svo sem verslun, veitingastaði, bensínstöð, sundlaug, apótek, hraðbanka, pósthús og annað praktískt má finna inná Hvammstanga (2 mínútna akstur).

It is also beneficial to visit our tourist information centre if you are interested in knowing more about the area or if you’d like to book a sight-seeing tour, for example to see some seals.

Við erum með mjög góða upplýsingamiðstöð. Hún er staðsett inní Selasetri Íslands, sem finna má við Hvammstangahöfn

Innritun/útritun og samskipti

There is a self-check in process to the cottages. You’ll get the information you need to check in a few days before you arrive. Your host is close by and always available through info@stayinhvammstangi.is, Whatsapp and phone (+354 860 7700), ready to assist.

Innritunar- og útritunarferlið er auðvelt. Það er ekki móttaka á svæðinu en þú færð upplýsingar um hvaða hús þú ert með og hvernig þú sækir lykilinn að því nokkrum dögum áður en þú mætir á svæðið. Það er alltaf hægt að ná í húsvörð í gegnum info@stayinhvammstangi.is, síma 866 7700 með sms eða símtali. Jafnvel hægt að senda skilaboð á Facebook

Hvenær verður þú á ferðinni?

Skoða lausar dagsetningar
BÓKA

ALLT SEM ÞARF..

… þegar maður gistir í kofa

  • Allt að 4 svefnpláss

  • Þægilegar dýnur

  • Uppábúin rúm

  • Eldhúsaðstaða með nauðsynjum

  • Baðherbergi með sturtu

  • Frí nettenging

  • Sjónvarp

  • Lítil verönd

  • Frítt bílastæði

  • Útigrill nálægt

  • Reyklaust

  • Útsýni til sjávar og sveita

  • Gæludýr leyfð

  • Leikvöllur fyrir börn

  • Gönguleiðir og sundlaug nálægt