Upplýsingar
Þessi vefur er í eigu Reykjahöfða ehf. Í gegnum þessa skilmála munu orðin “við” og “okkar” eiga við um fyrirtækið.

Þessi vefur og allt sem á honum er, er í boði okkar fyrir þig, notanda vefsins og er skilyrt af þessum skilmálum.

Með því að heimsækja þennan vef og/eða kaupa eitthvað af okkur, hefur þú sjálfkrafa samþykkt þessa skilmála og þá skilmála sem kunna að vera hlekkjaðir þá. Þessir skilmálar eiga við alla notendur síðunnar.

Vinsamlega lestu þessa skilmála vel. Skilmálarnir kunna að verða uppfærðir á hverjum gefnum tímapunkti. Ef þú ert ekki sammála skilmálunum getum við ekki með góðu móti samþykkt að þú notir síðuna eða þá þjónustu sem við bjóðum uppá í gegnum hana.

Heimilisfang:
Reykjahöfði ehf
Strandgata 1
530 Hvammstangi
Ísland

Netfang: info@stayinhvammstangi.is
Sími: 860 7700
Vsk. nr.: 111797
Kt: 531207 1220

Um notkun vefsins
Þér er velkomið að vafra um, kaupa vörur og almennt nota vefinn og það sem hann býður uppá.

Þér er ekki velkomið að nota neitt af þeim texta, myndum, grafík, vörum sem finnst á vefnum með ólöglegum eða ósamþykktum hætti. Þetta á einnig við um höfundaréttarvarið efni. Þú hefur ekki leyfi, undir neinum kringumstæðum, til þess að dreifa á þessum vef eða í gegnum þennan vef né neinu af þeim net- eða vefföngum sem kunna að tengjast þessum vef, vírusum, tölvuormum eða öðru sem telst vera eyðileggingartól.

Öryggis- og persónuskilmálar
Þær persónuupplýsingar sem við móttökum þegar viðskiptavinur framkvæmir kaup á þessari vefsíðu, er farið með sem trúnaðarupplýsingar og einungis nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Ef þú, sem viðskiptavinur okkar, vilt að upplýsingum um þig verði eytt úr gagnagrunni okkar, gerum við það með glöðu, sendu beiðni um þetta á info@stayinhvammstangi.is.

Greiðslumáti
Bókanir gerðar inná þessum vef getur þú greitt með millifærslu eða með korti símleiðis. Athugaðu að bókunarvefurinn okkar, sem er uppsettur á öðru kerfi en þessi vefsíða, tekur við kortum í gegnum vefinn.

Greiðslur með korti fara í gegnum örugga greiðslugátt.

Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum sem birt eru á síðunni.

Afbókanir

Þú getur afbókað hvenær sem er þar til 5 dögum fyrir komu, sé afbókað er hægt að sækja um að fá 50% af upphæðinni endurgreidda. Eftir að fresturinn er liðinn er ekki hægt að fá endurgreitt. Vegna Covid: skyldi koma upp sú staða á árinu 2021 að covid tæki sig það rækilega upp aftur að fólki sé ráðlagt að ferðast ekki á milli landshluta (þetta á við opinberar tilkynningar yfirvalda), þá endurgreiðum við að fullu, sama hvenær afbókað er.

Bókanir (eins og helgartilboð) þarf að greiða innan 48 tíma. Þú getur greitt með millifærslu á reikning 0159 26 5312, kt. 5312071220 (Reykjahöfði ehf), gjarnan kvittun á info@stayinhvammstangi.is. Einnig er hægt að greiða með korti símleiðis, númerið okkar er 8607700.

Bókanir gerðar í gegnum bókunarkerfið okkar (ss ekki helgartilboð) eru innheimtar strax.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur vefverslunar Reykjahöfða ehf, á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.