SMÁHÝSI & HOSTEL

Um okkur

Saga okkar byrjar árið 2012 þegar smáhýsin voru fyrst opnuð fyrir ferðalanga. Smáhýsin á Hvammstanga eru í eigu vinahóps sem allur býr á Hvammstanga. Allir lögðu til þekkingu sína, reynslu og kunnáttu og byggðu saman 9 smáhýsi sem staðsett eru í hinum yndisfagra Kirkjuhvammi, sem er þægilega langt-stutt frá öllu, við lítinn dal, hjalandi lækur rennur framhjá og útsýnið er yndislegt.

Staðsetningin var valin sérstaklega með hinn sjálfstæða og náttúruelskandi ferðamann í huga. Smáhýsin eru staðsett fyrir ofan Hvammstanga sem hefur alla þjónustu sem þú þarft, en eru um leið nógu afskekkt svo þú nýtur friðar náttúrunnar fullkomlega.

Síðan smáhýsin opnuðu höfum við tekið á móti þúsundum ferðamanna frá öllum heimshornum.

Meira um smáhýsin.

Hostelið á Hvammstanga var opnað árið 2017. Það er endurhannað gámahús sem staðsett er í norður enda bæjarins. Það er hinn fullkomni stoppistaður fyrir ferðalanga sem hafa gaman að því að kynnast öðrum og hópa sem ferðast saman.

Meira um hostelið.

KRISTÍN

Gestgjafinn þinn

Jafnvel þó allt sé bókað á netinu þessa dagana og það er ekki sérstök móttaka fyrir hvorki smáhýsin né hostelið, þú inn- og útritar þig sjálf/ur, þá ertu samt með gestgjafa sem er sú sem sér um bókunina þína og er sú sem þú talar við þegar þú hefur spurningar eða þarfnast aðstoðar á meðan dvölinni stendur.

Gestgjafinn þinn er Kristín

Sæl/l, ég heiti Kristín og er gestgjafinn þinn. Ég er tiltölulega ný í bænum, bjó með fjölskyldu minni í Danmörku til ársins 2017 og flutti „heim“ árið 2017 og tók við starfi gestgjafans í maí 2018. Fyrir utan að vera gestgjafinn þinn þá er ég vefhönnuður, jarðarberjabóndi og handlita garn.

Ég býð þig og þína innilega og hjartanlega velkomna!

KOMDU TIL OKKAR

Bókaðu dvöl núna

Hafðu samband